13.11.2008 | 21:40
Halló! Hvað gerðum við?
Það er eiginlega merkilegt að fylgjast með umræðunni þessa dagana. Allir bölva Bretum, Dönum, stjórnvöldum, fjármálaeftirlitinu, bönkunum og útrásarvíkingunum, en enginn virðist líta í eiginn barm!? Fyrirtæki og almenningur í landinu hafa verið að eyða langt um efni fram, skuldsetja sig upp í rjáfur til að vera flottur á því, þannig að minnsti samdráttur í rekstri eða launum hefði hvort eð er sökkt þjóðarskútunni fyrr eða seinna. Það er hreinlega búið að vera sorglegt að horfa uppá hvernig heilbrigðri skynsemi hefur verið kastað fyrir róða og það hlaut bara að koma að skuldadögunum.
Málið er að það þarf að reka þetta litla þjóðarbú eins og hvert annað fyrirtæki þar sem er að finna stjórn, framkvæmdarstjóra, fjármálastjóra og innra eftirlit svo eitthvað sé nefnt. En þetta fyrirtæki okkar er búið að reka á reiðanum í mörg ár núna, engin stjórn, sofandi framkvæmdastjóri (Geir Haarde), innra eftirlitið vanhæft (FME) og kjölfestan engin (Seðlabankinn) og til að bæta gráu ofan á svart þá kepptist starfsfólkið við að vera í flottustu fötunum, dýrustu bílunum og stærstu skrifstofunum.
Ætti það að koma einhverjum á óvart að lánastofnanir láni ekki í svona rekstur?
Þessi heimskreppa skipti litlu máli, flýtti bara aðeins fyrir, þetta gat ekki endað öðruvísi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.