Nú kastar tólfunum!

Er maðurinn alveg að syngja sitt síðasta? Er þetta nú allt fjölmiðlum að kenna?

Er hann enn að reyna að eltast við Jón Ásgeir!?

Þetta er orðið aumkunarvert!!!

 


mbl.is Fjölmiðlar í heljargreipum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er það ljótt maður..

Ætlaði að skrifa nokkrar línur .... en komst að því að ég er alveg orðlaus yfir þessu ástandi! Ráðamenn ráðalausir, eignamenn eignalausir, ábyrgðarmenn ábyrgðarlausir og almenningur allslaus!

Er ekki bara aftur komið að Kanada, hef ekki heyrt neitt krepputal þaðan?


Halló! Hvað gerðum við?

Það er eiginlega merkilegt að fylgjast með umræðunni þessa dagana. Allir bölva Bretum, Dönum, stjórnvöldum, fjármálaeftirlitinu, bönkunum og útrásarvíkingunum, en enginn virðist líta í eiginn barm!? Fyrirtæki og almenningur í landinu hafa verið að eyða langt um efni fram, skuldsetja sig upp í rjáfur til að vera flottur á því, þannig að minnsti samdráttur í rekstri eða launum hefði hvort eð er sökkt þjóðarskútunni fyrr eða seinna. Það er hreinlega búið að vera sorglegt að horfa uppá hvernig heilbrigðri skynsemi hefur verið kastað fyrir róða og það hlaut bara að koma að skuldadögunum.

Málið er að það þarf að reka þetta litla þjóðarbú eins og hvert annað fyrirtæki þar sem er að finna stjórn, framkvæmdarstjóra, fjármálastjóra og innra eftirlit svo eitthvað sé nefnt. En þetta fyrirtæki okkar er búið að reka á reiðanum í mörg ár núna, engin stjórn, sofandi framkvæmdastjóri (Geir Haarde), innra eftirlitið vanhæft (FME) og kjölfestan engin (Seðlabankinn) og til að bæta gráu ofan á svart þá kepptist starfsfólkið við að vera í flottustu fötunum, dýrustu bílunum og stærstu skrifstofunum.
Ætti það að koma einhverjum á óvart að lánastofnanir láni ekki í svona rekstur?

Þessi „heimskreppa“ skipti litlu máli, flýtti bara aðeins fyrir, þetta gat ekki endað öðruvísi.


Nú fyrst er þörf á að leggjast í víking!

Það er ekki að sjá annað en að besti kosturinn nú sé að gera nauðasamninga og leggjast svo í alvöru víking til ræna og rupla almennilega á hvítflibbavísu til að greiða pakkann :)

Það þýðir ekkert væl.. við erum búin að koma okkur í þetta með óráðsíu og offjárfestingum.


Skiptir ekki máli

Fyrir meira en ári síðan byrjuðu að blikka hin og þessi aðvörunarljós um efnahvag Íslands, ekkert var aðhafst af viti og stjórnmálamenn eru að reyna að fyrra sig ábyrgð með því að segja að þeir hafi ekki verið kunnugt um stöðu mála.

Það skiptir alls engu máli hvort þeir hafi vitað um hlutina eða ekki, hafi þeir ekki áttað sig á stöðunni eru þeir ekki starfi sínu vaxnir, og hafi þeir vitað það sem þeir áttu að vita og niðurstaðan er sú sem nú er raunin, þá eru þeir heldur ekki starfi sínu vaxnir.  Þetta er ekkert flókið, þetta eru mennirnir sem fyrstir ættu að missa vinnun hér í kreppunni!


mbl.is FME: Upplýsti ekki ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirtækið Ísland

Það er eiginlega merkilegt að fylgjast með umræðunni þessa dagana. Allir bölva Bretum, Dönum, stjórnvöldum, fjármálaeftirlitinu, bönkunum og útrásarvíkingunum, en enginn virðist líta í eiginn barm!? Fyrirtæki og almenningur í landinu hafa verið að eyða langt um efni fram, skuldsetja sig upp í rjáfur, þannig að minnsti samdráttur í rekstri eða launum hefði hvort eð er sökkt þjóðarskútunni fyrr eða seinna. Það er hreinlega búið að vera sorglegt að horfa uppá hvernig heilbrigðri skynsemi hefur verið kastað fyrir róða og það hlaut bara að koma að skuldadögunum.

Málið er að það þarf að reka þetta litla þjóðabú eins og hvert annað fyrirtæki þar sem er að finna stjórn, framkvæmdarstjóra, fjármálastjóra og innra eftirlit svo eitthvað sé nefnt. En þetta fyrirtæki okkar er búið að reka á reiðanum í mörg ár núna, engin stjórn, sofandi framkvæmdastjóri (Geir Haarde), innra eftirlitið vanhæft (FME) og kjölfestan engin (Seðlabankinn) og til að bæta gráu ofan á svart þá kepptist starfsfólkið við að vera í flottustu fötunum, dýrustu bílunum og stærstu skrifstofunum.
Ætti það að koma einhverjum á óvart að lánastofnanir láni ekki í svona rekstur?

Þessi „heimskreppa“ skipti engu máli, flýtti bara aðeins fyrir, þetta gat ekki endað öðruvísi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband